‏ Psalms 125

1Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonfjall, er eigi bifast, sem stendur að eilífu. 2Fjöll eru kringum Jerúsalem, og Drottinn er kringum lýð sinn héðan í frá og að eilífu. 3Því að veldissproti guðleysisins mun eigi hvíla á landi réttlátra, til þess að hinir réttlátu skuli eigi rétta fram hendur sínar til ranglætis. 4Gjör þú góðum vel til, Drottinn, og þeim sem hjartahreinir eru. 5En þá er beygja á krókóttar leiðir mun Drottinn láta hverfa með illgjörðamönnum. Friður sé yfir Ísrael!
Copyright information for Icelandic
The selected Bible will not be clickable as it does not support the Vocabulary feature. The vocabulary is available by hovering over the verse number.